Kínverskir fjárfestar rólegri

AFP

Hlutabréf í Kína hækkuðu örlítið í verði í morgun eftir mikið verðfall fyrr í vikunni. Shanghai-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,5% og stendur nú í 3.680 stigum.

Mikið verðfall varð á hlutabréfamarkaði í Kína fyrr í vikunni og olli það keðjuverkun bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Í kjölfarið reyndu kínversk yfirvöld að róa fjárfesta og gaf Seðlabanki Kína jafnframt í skyn að hann myndi lækka stýrivexti sína enn frekar.

Þá hækkuðu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum í gær, eftir að hafa lækkað fimm daga í röð, sem róaði kínverska fjárfesta.

Hans Seng hlutabréfavísitalan í Hong Kong hækkaði einnig í morgun, um 0,2%.

Mikið verðfall varð einnig á mörkuðum í Kína í júní síðastliðnum og svaraði samanlagt tap þá til nær þriðjungs landsframleiðslu Kínverja. Gripu kínversk ytifrvöld þá til ýmissa ráða til að reyna að hindra þessa þróun og róa markaðina. 

Sumir greinendur segja að að verðfallið undanfarna daga starfi af því að verðbréfamiðlarar hafi dregið úr lánveitingum til hlutabréfakaupa.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK