Verðið í Disney ræðst af þjóðerni

AFP

Miðaverð í Disneygarðinn í París er mismunandi eftir því hvort viðskiptavinir séu t.d. þýskir, franskir eða breskir. Þeir frönsku fá alltaf bestu tilboðin.

Eftirlitsaðilar á vegum Evrópusambandsins hafa hafið athugun á garðinum eftir ábendingar um efnið. Í samtali við CNN Money segir talskona Disney að miðaverðinu sé stýrt eftir eftirspurn og fari því eftir frídögum í hverju landi fyrir sig. Það skýri verðmuninn, t.d. sé dýrara fyrir írska fjölskyldu að fara í garðinn í kringum St. Patricks Day en frönsk fjölskylda þarf að greiða meira á öðrum tíma.

Hins vegar geta þeir sem panta í gegnum miðasöluna í París nálgast öll tilboð - sama fyrir hverja þau eru ætluð.

Á heimasíðu Financial Times, sem greindi fyrst frá málinu, kemur fram að Bretar hafi t.d. þurft að greiða 15% hærra miðaverð en Frakkar og Þjóðverjar enn hærra.

Lúxuspakki (e. premium package) kostaði 1.346 evrur fyrir Frakka, 1.870 evrur fyrir Breta og 2.447 evrur fyrir Þjóðverja.

ESB-samningurinn bannar mismunun sem þessa sem brýtur gegn fjórfrelsinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK