Brad Pitt skammar Costco

Brad Pitt er annt um dýr.
Brad Pitt er annt um dýr. AFP

Leikararnir Brad Pitt og Bill Maher hafa tekið undir með Ryan Gosling og gagnrýnt Costco fyrir að versla við eggjabúið Hil­lendale sem fer illa með hænur. Brad Pitt bendir á að forsvarsmenn Costco séu meðvitaðir um að Hillendale troði fimm hænum saman í búr sem rúmar varla eina hænu. 

Líkt og mbl hefur áður greint frá skrifaði Gosling opið bréf til verslunarkeðjunnar fyrr í sumar og bað um að hætt yrði að selja egg frá þessu búi. Gosl­ing tók þannig undir með sam­tök­un­um Huma­ne Society sem birtu mynd­band frá eggjabúinu þar sem rotnandi kjúk­linga­hræ liggja í búr­um með lif­andi fugl­um auk þess sem búr­in eru yf­ir­full og grút­skít­ug.

Leikarinn Bill Maher skrifaði einnig grein í New York Times fyrr í mánuðinum. Hann bað forsvarsmenn Costco um að ímynda sér að fimm köttum eða hundum væri troðið saman í pínulítil búr. Hundruð þúsunda slíkra búra væru geymd í skemmum. Þannig myndu dýrin eyða allri ævinni. Þá benti hann á að fyrirtækið yrði líklega kært fyrir dýraníð ef staðan væri þannig. „Hvað eggjaiðnaðinn varðar eru þetta hins vegar bara talin venjuleg viðskipti,“ skrifaði hann.

Á árinu 2007 lýsti fyrirtækið yfir áhuga á að færa viðskiptin til annars framleiðanda. Það hefur hins vegar ekki verið gert.

Frétt Fortune.

Frétt mbl.is: Gosling biðlar til Costco

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK