Hagnaður Samsung dregst saman

EPA

Hagnaður suður-kóreska raftækjaframleiðandans Samsung Electronics nam 4,9 milljörðum dala á öðrum ársfjórðungi og dróst saman um 8% á milli ára. Afkoman er þó í samræmi við spár stjórnenda félagsins.

Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að félagið hafi átt heldur erfitt uppdráttar á snjallsímamarkaðinum. Þar hefur félagið orðið undir í samkeppninni við bandaríska tæknirisann Apple og ódýrari kínverska framleiðendur.

Stjórnendur félagsins benda á að sala á Galaxy S6 snjallsímanum hafi ekki verið eins mikil og búist var við. Þeir binda hins vegar vonir við að salan muni aukast á árinu, en til stendur að kynna nýja útgáfu af símanum.

Þetta er fimmti ársfjórðungurinn í röð sem hagnaður Samsung dregst saman.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK