Ikea diskamotta Siggu Heimis vekur athygli

Ljósið sést greinilega í gegnum vasann á mottunni.
Ljósið sést greinilega í gegnum vasann á mottunni. Mynd/Ikea

Diskamotta úr nýrri Sittning línu Ikea, sem Sigga Heimis hannaði, hefur vakið nokkra athygli fjölmiðla. Á mottunni er vasi til þess að geyma símann á meðan máltíðinni stendur.

Iðnhönnuður­inn Sigga Heim­is hóf störf hjá IKEA í janú­ar 2014 sem Creati­ve Lea­der fyr­ir lín­ur sem fyr­ir­tækið fram­leiðir í tak­mörkuðu magni. Hálfu ári síðan varð hún þró­un­ar­stjóri í smá­vöru­deild­inni en þá var hún þegar búin að gera tvær lín­ur sem koma í versl­an­ir IKEA um þess­ar mund­ir. Sittning er önnur þeirra en hina hannaði hún í samstarfi við Reykjavik Letterpress og kallast Hemsmak.

Mottan nefnist „Logged out“ og Mashable bendir á að hún gæti verið sniðug lausn fyrir fjölskyldur sem rífast við matarborðið um snjallsímanotkun.

Í frétt Business Insider er bent á að mottan sé léttofin og því sést greinilega þegar síminn lýsist upp. Hins vegar sést ekki hvað stendur á skjánum og truflunin er því samt til staðar. „Þegar diskamotturnar okkar þurfa að gegna einhverju hlutverki fyrir raftæki erum við of langt leidd. Ég yrði ekki hissa ef sérstakir borðsiðir fara að myndast í kringum þessar mottur og það hryggir mig,“ skrifar blaðamaður Business Insider.

Ikea hefur að undanförnu lagt aukna áherslu á tæknivæðingu húsgagna og gáfu meðal annars út línu af þráðlausum hleðslutækjum. Í lín­unni eru lamp­ar og borð með þráðlaus­um hleðslu­flöt­um. Hús­gagnið þarf að vera tengt við raf­magn og hleður raf­tæki ef það er lagt á flöt­inn.

Vöruhönnuðurinn Sigga Heimis
Vöruhönnuðurinn Sigga Heimis Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK