Íþróttaskór dýrastir í Reykjavík

Meðalverð á þróttaskóm frá Nike, Adidas eða öðru þekktu merki …
Meðalverð á þróttaskóm frá Nike, Adidas eða öðru þekktu merki er hæst í Reykjavík.

Reykjavík er ásamt Amsterdam 35. til 36. dýrasta borgin til þess að búa í samkvæmt nýjum lista rannsóknarfyrirtækisins Expatistan yfir dýrustu borgir heims. Ef einungis er litið til Evrópu situr Reykjavík í 12. sæti. Þegar einungis er tekið tillit til fatakostnaðar er Reykjavík þriðja dýrasta borgin.

Á listanum eru 202 borgir en samkvæmt honum er mjög kostnaðarsamt að búa í Sviss þar sem tvær svissneskar borgir verma tvö efstu sætin. Zurich er í fyrsta sæti og Genf í öðru.

Ef einungis er litið til Norðurlandanna er dýrara að búa í Osló, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn en í Reykjavík. Hins vegar er ódýrara að búa í Helsinki, sem situr í 43. sæti.

Tekið er tillit til ýmissa atriða á borð við húsnæðis-, matar-, fata-, ferða- og hreinlætiskostnaðar ásamt kostnaðar við áhugamál og skemmtanir.

Samkvæmt listanum telst húsnæðiskostnaður tiltölulega lágur í Reykjavík en miðað er við leiguverð sem nemur 213 þúsund krónur fyrir 85 fermetra. Tekið er fram að miðað sé við dýrt svæði í borginni.

Þá er t.d. miðað við að eitt par af Levi's gallabuxum kosti rúmar 18 þúsund krónur, að kjóll í Zöru kosti um 8.500 krónur og að íþróttaskór frá þekktu merki kosti um 20.500. Það er hæsta verðið á listanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK