Marel þýtur af stað

Marel tekur daginn snemma.
Marel tekur daginn snemma. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Marel þaut af stað í Kauphöllinni í morgun en fyrirtækið birti í gær annað gott árshlutauppgjör. Kauphöllin opnar klukkan tíu en eftir fyrstu klukkustund opnunar nam velta með bréfin alls um 540 milljónum króna og viðskiptin voru 20 talsins.

Bréfin hafa hækkað um 1,5 prósent í verði í dag. Á einum mánuði hafa bréfin hækkað um 7,71 prósent en innan ársins er hækkunin 46,74 prósent.

Samkvæmt uppgjöri Marel jókst hagnaðurinn verulega milli ára og nam 19,5 millj­ón­um evra á öðrum fjórðungi en hann var 0,8 millj­ón­ir króna á sama tíma­bili í fyrra.

Tekj­ur fé­lags­ins juk­ust jafn­framt á tíma­bil­inu og námu 218,3 millj­ón­um evra, borið sam­an við 169,8 millj­ón­ir evra á sama tíma í fyrra.

Pant­ana­bók­in stóð í 165,9 millj­ón­um evra í lok ann­ars árs­fjórðungs 2015 sam­an­borið við 178 millj­ón­ir evra í lok fyrsta árs­fjórðungs 2015.

„Við erum stolt af ár­angr­in­um sem bygg­ir á sterku vöru­fram­boði, nán­um tengsl­um við viðskipta­vini og góðum markaðsaðstæðum,“ var haft eftir Árna Odd­i Þórðar­syni, for­stjóra Mar­el, í afkomutilkynningu.

Fyrir birtingu uppgjörs Marel á fyrsta fjórðungi í apríl sendi félagið frá sér tilkynningu þar sem fram kom að afkoman yrði betri en upphaflega var gert ráð fyrir og í kjölfarið ruku bréf félagsins upp í Kauphöllinni. Þá kom í ljós að tekjurnar höfðu aldrei verið hærri á ein­um árs­fjórðungi en þær námu alls 209,3 millj­ón­um evra sam­an­borið við 154,8 millj­ón­ir evra á sama tíma í fyrra. 

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK