Pöntunarhnappar á heimilið

Hnappurinn er tengdur við Amazon appið sem sér um að …
Hnappurinn er tengdur við Amazon appið sem sér um að panta. Skjáskot af Youtube

Svokallaðir pöntunarhnappar (e. Dash buttons) frá átján vörumerkjum fóru í sölu á Amazon í gær. Notendur geta komið hnöppum fyrir víðs vegar um heimilið, ýtt á hann þegar varan klárast og þar með pantað annað eintak.

Þegar Amaxon kynnti nýjungina fyrst hinn 31. mars sl. héldu einhverjir að um snemmbúið aprílgabb væri að ræða. Nú eru hnapparnir hins vegar orðnir að veruleika og komnir í sölu.

Hver hnappur er tengdur við snjallsíma viðskiptavinsins í gegnum Amazon appið þar sem kortaupplýsingar hafa verið skráðar. Hnappurinn sendir síðan skilaboð í appið sem pantar vöruna og lætur senda hana heim að dyrum.

í auglýsingu t.d. sjá hvernig hnappi fyrir Tide þvottaefnið hefur verið komið fyrir við þvottavélina á hentugan hátt. Þá er t.d. til bleyjuhnappur, kaffihnappur og sérstakur hnappur fyrir Mac and Cheese pastarétti. 

Adweek greinir frá.

Hér má sjá hnappana sem eru í boði.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/NMacTuHPWFI" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK