Stefnir orkurisunum til Íslands

Friðrik Larsen.
Friðrik Larsen. mbl.is/RAX

Á síðustu árum hafa rannsóknir dr. Friðriks Larsen vakið athygli víða um heim en hann varð fyrstur til að sýna fram á mikilvægi þess að orkufyrirtæki stundi virka vörumerkjastjórnun.

Ástæða þess að stærstu orkufyrirtæki heimsins hafa ekki gefið þessum þætti í starfseminni gaum er sú að þau spretta upp á einokunarmörkuðum þar sem eina tengingin við neytendamarkaðinn var í gegnum mæla í kjöllurum húsa. Sú staða er gjörbreytt nú þegar samkeppni í smásölu á rafmagni er að ryðja sér til rúms víðast hvar um heiminn.

Á næsta ári stendur Friðrik fyrir ráðstefnu þar sem fulltrúar helstu orkufyrirtækja heimsins munu koma saman til að ræða raforkumarkaðinn út frá lögmálum markaðsfræðinnar. Þetta verður fyrsta ráðstefna sinnar tegundar í heiminum, segir Friðrik í samtali í ViðskiptaMogganum í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK