WOW á flugi í Írlandi

Skúli Mogensen, forstjóri WOW.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW. mbl.is/Krist­inn Ingvars­son

WOW Air hóf flug til Dyflinnar í Írlandi í júní en á fyrsta mánuðinum ferjaði félagið um 3.300 farþega á milli landanna og sætanýting var 81 prósent. Skúli Mogensen, forstjóri WOW, segir tölurnar benda til mikils áhuga á flugleiðinni.

Þetta kemur fram í írska fjölmiðlinum Business and Leadership þar sem haft er eftir Skúla að bókanir séu góðar út sumarið. Þá reiknar hann með góðu áframhaldi í vetur þar sem Írar gætu haft áhuga á norðurljósunum á Íslandi.

Skúli segir að margir Írar séu einnig að nýta flugið til þess að millilenda á Íslandi áður en þeir halda til Bandaríkjanna. Þá bendir hann á að WOW sé fyrsta lággjaldaflugfélagið sem fljúgi frá Bandaríkjunum til Dyflinnar í júní. 

Ferðir WOW milli Íslands og Írlands eru þrisvar í viku; á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK