1,0% hagvöxtur í Norður-Kóreu

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Norður-kóreska hagkerfið stækkaði um 1,0% í fyrra og nam landsframleiðslan 29,85 milljörðum dala, samkvæmt greiningu seðlabankans í Suður-Kóreu.

Seðlabankinn telur að hagvöxturinn í fyrra hafi verið knúinn áfram af vexti í þjónustu- og byggingarstarfsemi, á meðan minni vöxtur hafi verið í landbúnaði, námuvinnslu og ýmis konar framleiðslustarfsemi.

Alls var vöxtur í þjónustustarfsemi um 1,3% í fyrra, samanborið við 0,3% árið þar á undan. Þá var jafnframt mikill vöxtur á norður-kóreskum byggingarmarkaði, eða 1,4%, en markaðurinn dróst saman um 1% árið á undan.

Fram kemur í frétt Reuters að greining seðlabankans taki ekki til svarta hagkerfisins í Norður-Kóreu, sem er að sögn afar stórt að umfangi. Það hefur stækkað mikið á undanförnum árum en þar er til að mynda verslað með snjallsíma, snyrtivörur, ávaxtadrykki og föt.

Seðlabankinn bendir á að þurrkurinn sem ríkir nú landinu, sem er sá versti í heila öld, gæti skaðað efnahagslíf landsins og dregið úr hagvexti. Matarskortur er jafnframt yfirvofandi.

Rík­is­frétta­stof­an KCNA hefur greint frá því að allt að 30% af allri hrís­grjóna­upp­skeru í Norður-Kór­eu sé að verða ónýt.

Landið varð sein­ast fyr­ir mikl­um þurrk­um fyr­ir um tveim­ur ára­tug­um. Þá létu um hundað þúsund íbú­ar lands­ins lífið.

Stjórnvöld í Norður-Kóreu birta ekki upplýsingar um efnahag landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK