Engin bylting á Bæjarins besta

Bryndís Sigurðardóttir er nýr eigandi Bæjarins bestu.
Bryndís Sigurðardóttir er nýr eigandi Bæjarins bestu. Aðsend mynd

Bryndís Sigurðardóttir, nýr eigandi Bæjarins besta og bb.is, segir einhverjar breytingar alltaf fylgja nýju eignarhaldi en fyrst ætlar hún að ræða við starfsfólk, tína saman hugmyndir og skoða málin í sameiningu. „Ég er ekki að fara bylta neinu,“ segir Bryndís.

Líkt og greint var frá í morgun hefur verið gengið frá sölu á rekstri héraðsfrétta­blaðsins Bæj­ar­ins besta, frétta­vefjar­ins bb.is og ferðablaðinu Vest­f­irðir. Bryndís tekur við af Sig­ur­jóni J. Sig­urðssyni, sem stofnaði blaðið árið 1984.

Bryndís er uppalin í Hveragerði en flutti á Flateyri árið 2013. Aðspurð um aðdraganda kaupanna segist hún hafa heyrt af því að blaðið væri til sölu og því rætt við Sigurjón. Kaupverðið segir hún vera trúnaðarmál.

Gaf út Hverafuglinn

Hún segist hafa mikinn áhuga á fjölmiðlum og hefur áður komið að rekstri þeirra með útgáfu bæjarblaðsins Hverafuglinn í Hveragerði. Blaðið kom út í um eitt og hálft ár, meðfram rekstri bókhaldsskrifstofunnar Samtals ehf.

Aðspurð um flutningana vestur segist Bryndís hafa langað að prófa að búa fyrir vestan. „Ég var oft að vinna hérna þegar ég vann hjá Tölvumyndum í þjónustu hjá Orkubúi Vestfjarða og Ísafjarðabæ og fannst alltaf eins og ég væri að koma heim,“ segir hún. „Síðan var ég orðin leið á bókhaldinu og sá auglýst starf á Flateyri. Ég sótti um og fékk og var farin eftir tvær vikur,“ segir Bryndís.

Bryndís tekur við rekstrinum frá og með morgundeginum.

Frétt mbl.is: Nýr eigandi Bæjarins bestu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK