Nýr eigandi Bæjarins besta

Sigurjón J. Sigurðsson og Bryndís Sigurðardóttir
Sigurjón J. Sigurðsson og Bryndís Sigurðardóttir Af vef Bæjarins besta

Gengið hefur verið frá sölu á rekstri héraðsfréttablaðsins Bæjarins besta, fréttavefjarins bb.is og ferðablaðinu Vestfirðir. Við keflinu tekur Bryndís Sigurðardóttir. Þetta kemur fram á vef BB.

Bryndís er viðskiptafræðingur, fædd í Ölfusi, uppalin í Hveragerði en hefur verið búsett á Flateyri frá 2013. Bryndís mun ritstýra öllum miðlunum og tekur hún við rekstrinum 1. ágúst.

Sigurjón J. Sigurðsson, ritstjóri BB og bb.is lætur af störfum um mánaðamótin eftir tæplega 31 ár við útgáfu BB. Hann stofnaði blaðið árið 1984 ásamt félaga sínum Halldóri Sveinbjörnssyni, sem lét af störfum við útgáfuna í ágúst á síðasta ári.

„Það er von mín að Vestfirðingar standi jafn vel við bakið nýjum eiganda og þeir hafa gert við okkur Halldór í gegnum árin. Bæjarins besta hefur alla burði til að vera aðal fréttablað Vestfirðinga í framtíðinni sem hingað til og bb.is, sem oft hefur verið nefndur útidyrnar að Vestfjörðum, er enn fjölsóttasti vefur Vestfirðinga og mun vonandi eflast í höndum nýs eiganda. Ég vil að lokum þakka Vestfirðingum fyrir stuðninginn í gegnum árin og óska nýjum eiganda velfarnaðar í störfum hennar,“ segir Sigurjón á vef BB.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK