Býr í Bandaríkjunum og greiðir skatta þar

Luc Besson
Luc Besson AFP

Franski kvikmyndargerðarmaðurinn Luc Besson, sem hefur gert myndir eins og Subway, Nikita, Taxi, Taken og Transporter, er orðinn bandarískur skattborgari.

Þetta staðfestir framleiðslufyrirtæki Bessons, EuropaCorp. Ástæðan er ekki sú að hann sé að flýja skattayfirvöld í heimalandinu heldur framleiðir hann flestar sínar myndir í Hollywood en Besson býr í Bandaríkjunum.

„Hann býr í Bandaríkjunum og því greiðir hann skatta þar,“segir talsmaður EuropaCorp.

„Þegar þú starfar í Bandaríkjunum hjá bandarísku fyrirtæki, í þessu tilviki bandarísku dótturfélagi EuropaCorp, og fjölskyldan þín býr í Kaliforníu þá verður þú bandarískur skattborgari,“segir talsmaðurinn enn fremur.

Hann segir að Besson muni samt sem áður greiða skatta í Frakklandi enda hafi hann engan áhuga á öðru en að greiða sína skatta og skyldur. Skattprósentan sé svipuð í Frakklandi og Kaliforníu.

Þetta er annað viðhorf en hjá franska leikaranum Gerard Depardieu sem flúði frönsku skattstofuna árið 2013 og skráði lögheimili sitt í Rússlandi þar sem tekjuskattur er aðeins 6%.

Besson, sem er 56 ára gamall, vakti heimsathygli á níunda áratug síðustu aldar fyrir kvikmyndir sínar og síðan þá hefur hann gert myndir sem hafa átt mikilli velgengni að fagna.

Næsta verkefni hans er Valerian and the City of a Thousand Planets vísindamynd sem byggir á þekktri franskri myndaögu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK