Mesta dagslækkun sögunnar

Helsta hlutabréfavísitala Grikklands, Athex, lækkaði um 16,23% í dag en viðskipti hófust í kauphöllinni eftir fimm vikna lokun í dag.

Fjórir stærstu bankar landsins, Piraeus Bank, National Bank, Alpha Bank og Eurobank, lækkuðu mest, eða um 30%. Aldrei áður hafa hlutabréf lækkað jafn mikið í verði á einum degi í Grikklandi og í dag. 

Árið 1987 lækkaði hlutabréfavísitalan þar um 15,03% á einum degi en það met var slegið í dag.

Kauphöllinni var lokað þann 26. júní sl. eða um svipað leyti og fjármagnshöftum var komið á í Grikklandi. Fara þarf aftur til ársins 1974 til þess að finna tímabil sem hún hefur verið lokuð jafn lengi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK