Vænta 20% lækkunar á markaði

Kauphöllin í Aþenu
Kauphöllin í Aþenu AFP

Talið er að gríska hlutabréfavísitalan eigi eftir að lækka um allt að 20% í dag en fimm vikur eru síðan lokað var fyrir viðskipti í kauphöllinni í Aþenu. Viðskipti þar hefjast á ný klukkan 7:30.

Samkvæmt frétt BBC var kauphöllinni lokað skömmu áður en fjármagnshöftin voru sett á þegar skuldakreppan stóð sem hæst í Grikklandi.

Sérfræðingar á fjármálamarkaði eru sammála um að allt bendi til mikillar lækkunar á markaði bæði vegna þess hversu lengi kauphöllin hefur verið lokuð og eins vegna ótta um að efnahagsástandið fari versnandi í landinu.

Takis Zamanis, sem er yfirmaður verðbréfaviðskipta hjá Beta Securities, segir að nánast engar líkur séu á að verð hlutabréfa í einhverju félagi hækki í dag. Til þess sé óstöðugleikinn í landinu allt of mikið. Nefnir hann sem dæmi björgunaraðgerðir og útlit fyrir þingkosningar fljótlega.

Helst er vænst mikillar lækkunar á verði hlutabréfa í bönkum þar sem fjármálageirinn í Grikklandi stendur afar höllum fæti og ljóst að það þarf að endurfjármagna gríska bankakerfið. Í frétt Avgi kemur fram að líklegt þyki að bankarnir þurfi á um 10 milljörðum evra að halda í þessum mánuði. Um fimmtungur félaga í hlutabréfavísitölunni eru bankar. 

Kauphöllin í Aþenu
Kauphöllin í Aþenu AFP
Kauphöllin í Aþenu.
Kauphöllin í Aþenu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK