Viðskipti hófust með látum

Kauphöllin í Aþenu
Kauphöllin í Aþenu AFP

Viðskipti hófust með látum í kauphöllinni í Aþenu í morgun en lokað hefur verið viðskipti þar í fimm vikur. Á fyrstu mínútunum eftir opnun nam lækkunin 23%.

Nokkrum mínútum eftir að viðskipti hófust klukkan 7:30 í morgun nam lækkun ATHEX vísitölunnar 22,82% frá því síðustu viðskiptum í kauphöllinni þann 26. júní sl. Einkum eru það bankar landsins sem hafa lækkað að markaðsvirði en að meðaltali nemur lækkun þeirra 30% í morgun.

Sam­kvæmt frétt BBC var kaup­höll­inni lokað skömmu áður en fjár­magns­höft­in voru sett á þegar skuldakrepp­an stóð sem hæst í Grikklandi.

Sér­fræðing­ar á fjár­mála­markaði eru sam­mála um að allt bendi til mik­ill­ar lækk­un­ar á markaði bæði vegna þess hversu lengi kaup­höll­in hef­ur verið lokuð og eins vegna ótta um að efna­hags­ástandið fari versn­andi í land­inu.

Tak­is Zaman­is, sem er yf­ir­maður verðbréfaviðskipta hjá Beta Secu­rities, seg­ir að nán­ast eng­ar lík­ur séu á að verð hluta­bréfa í ein­hverju fé­lagi hækki í dag. Til þess sé óstöðug­leik­inn í land­inu allt of mikið. Nefn­ir hann sem dæmi björg­un­araðgerðir og út­lit fyr­ir þing­kosn­ing­ar fljót­lega.

Helst er vænst mik­ill­ar lækk­un­ar á verði hluta­bréfa í bönk­um þar sem fjár­mála­geir­inn í Grikklandi stend­ur afar höll­um fæti og ljóst að það þarf að end­ur­fjármagna gríska banka­kerfið. Í frétt Avgi kem­ur fram að lík­legt þyki að bank­arn­ir þurfi á um 10 millj­örðum evra að halda í þess­um mánuði. Um fimmt­ung­ur fé­laga í hluta­bréfa­vísi­töl­unni eru bank­ar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK