Fékk 33 dollara endurgreidda eftir tunglför

Buzz Aldrin að störfum á tunglinu í júlí 1969 þegar …
Buzz Aldrin að störfum á tunglinu í júlí 1969 þegar fyrsta mannaða geimfarið var sent til tunglsins NASA

Líkt og aðrir sem fara í ferðalag þurfti geimfarinn Buzz Aldrin að gera grein fyrir varningnum sem hann kom aftur með til landsins. Eftir að hafa farið til tunglsins. Hann þurfti einnig að gera grein fyrir útlögðum kostnaði við förina til þess að fá endurgreitt. Eftir að hafa fyllt út tilskilin eyðublöð fékk hann 33 dollara.

Líkt og margir vita var Buzz Aldrin annar maðurinn til þess að stíga fæti á tunglið á eftir Neil Armstrong.

Aldrin birti mynd af umræddum pappírunum á Facebook á dögunum. Á skráningarblaðinu er greint frá heldur óvenjulegu ferðalagi: Frá Flórída til tunglsins. Síðan til Hawaii og þar á eftir til Houston í Texas. Einnig er minnst á skipið USS Hornet sem sótti Aldrin og aðra í áhöfninni á Apollo 11 við lendingu.

Aldrin fékk 33 dollara endurgreidda árið 1969 en það jafngildir um 215 dollurum, eða 28 þúsund krónum í dag. Talið er líklegt að um aksturspeninga sé að ræða þar sem Aldrin þurfti að koma sér á eigin vegum til og frá Texas.

Þá kemur einnig fram að Aldrin hafi komið með nokkra hluti til landsins frá tunglinu og að þeir hafi samtals vegið um 22 kg. Í farangrinum voru aðallega steinar og ryk.

Frétt Quartz.

Because many people have asked - yes, the #Apollo11 crew also had to sign customs forms when we returned from the moon...

Posted by Buzz Aldrin on Sunday, August 2, 2015
Buzz Aldrin
Buzz Aldrin AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK