Hagnaður Toyota jókst um 10%

AFP

Hagnaður japanska bílaframleiðandans Toyota jókst um tíu prósent á fyrsta fjórðungi fjárhagsárs félagsins. Alls nam hagnaðurinn 5,2 milljörðum dala, sem jafngildir um 698 milljörðum króna, frá apríl til júnímánaðar.

Þá hækkaði félagið jafnframt söluspá sína fyrir árið í heild úr 8,90 milljónum bíla í 8,95 milljónir.

Í seinustu viku var greint frá því að þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefði tekið fram úr Toyota sem stærsti bílaframleiðandi í heimi á fyrstu sex mánuðum ársins.

Veikt gengi japanska jensins hefur hjálpað Toyota, gert félagið samkeppnishæfara annars staðar í heiminum og aukið markaðsvirði þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK