Horfur vegna ESB neikvæðar

AFP

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's endurskoðaði í dag lánshæfismat sitt vegna Evrópusambandsins.

Lánshæfiseinkunn ESB er óbreytt í AA+ fyrir langtímaskuldbindingar og A-1+ fyrir skammtímaskuldbindingar. Hins vegar telur S&P horfur vegna sambandsins neikvæðar en áður voru þær stöðugar.

Breytingin kemur meðal annars í kjölfar þess að ESB samþykkti að veita Grikkjum frekari lánafyrirgreiðslur. Þá er möguleg úrsögn Bretlands úr sambandinu nefnd sem ein ástæða breytingarinnar.

Fréttavefurinn Deutsche Welle greinir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK