Notaði 14 Empire State af timbri

Ikea þarf gríðarlegt magn af timbri.
Ikea þarf gríðarlegt magn af timbri. mbl.is/Árni Sæberg

Ikea hefur keypt 335 ferkílómetra skóglendi í Rúmeníu. Þetta er fyrsti skógur Ikea en með kaupunum stefnir verslunarrisinn á betri nýtingu þannig að áfram verði hægt að bjóða upp á ódýrar vörur sem unnar eru með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

Wall Street Journal bendir á að það sé ekki að ástæðulausu sem Ikea þurfi að huga að betri nýtingu skóglendis þar sem fyrirtækið notaði því sem jafngildir um 15 milljónum rúmmetra af timbri á síðasta ári. Það jafngildir um 14 Empire State byggingum. Þá er einnig vísað til þess að búist sé við hækkandi timburverði á næstu árum.

Skógurinn var áður í eigu Harvard háskólans en var fyrst seldur Greengold Capital SA fjárfestingafyrirtækisins áður en hann var seldur áfram til Ikea. Fyrirtækið borgaði um 116 milljónir dollara, eða um 15 milljarða íslenskra króna fyrir skóginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK