Framkvæmdastjórn fær kauprétt

Morgunblaðið/Ómar

Stjórn Marel ákvað í gær að veita framkvæmdastjórn félagsins, að forstjóra undanskildum, kauprétti að allt að 2,2 milljónum hluta í félaginu. Heildarkostnaður félagsins vegna nýju samninganna á næstu fimm árum er áætlaður um 488 þúsund evra, eða sem jafngildir um 72 milljónum íslenskra króna.

Í framkvæmdastjórninni eru ellefu manns.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að samningunum sé ætlað að samtvinna hagsmuni starfsmanna og félagsins til lengri tíma. Þeir séu í samræmi við starfskjarastefnu félagsins sem samþykkt var á síðasta aðalfundi Marel í mars sl.

Allir meðlimir framkvæmdastjórnar Marel að forstjóra undanskildum fá sama magn kauprétta eða 200 þúsund hluti.

Samkvæmt samningnum er veittur er kaupréttur á hlutabréfum á grunnverðinu 1,346 evrur á hlut sem hækkar árlega um þrjú prósent. Verðið skal leiðrétt fyrir arðgreiðslum sem kunna að verða greiddar frá útgáfudegi kaupréttanna.

Kaupréttirnir verða virkir í þrennu lagi, fyrst verða 60 prósent kaupréttanna virk í október 2018, síðan 20 prósent í október 2019 og loks 20 prósent í október 2020.

Heimilt verður að nýta áunna kauprétti tvisvar á ári, í apríl og október.

Kaupréttarhafar geta frestað nýtingu á kaupréttum sínum til ársins 2021, þegar samningarnir renna út og falla þá virkir en ónýttir kaupréttir niður á sama tíma. 

Heildarfjöldi hluta sem Marel hf. hefur nú veitt starfsmönnum sínum kauprétt að eru 11,5 milljónir, sem nemur um 1,6 prósent hlutafjár í félaginu, og er þá meðtalin þessi nýja úthlutun kauprétta.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK