Útflutningur til Rússlands margfaldast

Gámar í Sundahöfn. Vöruútflutningur til Rússlands hefur margfaldast síðustu ár.
Gámar í Sundahöfn. Vöruútflutningur til Rússlands hefur margfaldast síðustu ár. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Vöruútflutningur til Rússlands hefur margfaldast síðustu ár. Árið 2004 var, samkvæmt tollskýrslum, flutt út til Rússlands fyrir 2,3 milljarða króna en á árinu 2014 var útflutningurinn kominn í 29,2 milljarða króna á gengi hvors árs eða 4,9 prósent af heildarútflutningi.

Hagstofan greinir frá þessu. Stærsti hluti útflutnings til Rússlands er uppsjávarfiskur, aðallega makríll og síld, og fer um þriðjungur af heildarútflutningi á uppsjávarfiski á árinu 2014 til Rússlands.

Innflutningur frá Rússlandi hefur hins vegar haldist frekar stöðugur og var 3,1 milljarðar á árinu 2014. Mest var flutt inn af olíu og álblendi. Vöruskiptajöfnuður við Rússland var því hagstæður um rúma 26 milljarða á árinu 2014 en var óhagstæður um 407 milljónir á árinu 2004.

Varðandi áreiðanleika talna Hagstofunnar um útflutning til Rússlands tekur Hagstofan það fram að útflytjendum ber að greina frá því í tollskýrslum hvar varan endar. Hagstofan byggir sínar tölur á þeim upplýsingum.

Til að draga úr óvissu í þessum efnum hefur Hagstofan hafið rannsókn á nákvæmni upplýsinga um endanlegt ákvörðunarland útflutnings í tollskýrslum. Sú rannsókn beinist þó ekki að Rússlandi sérstaklega heldur fremur að háu hlutfalli Hollands í útflutningsskýrslum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK