Munu ekki grípa til uppsagna

Síldarvinnslan á Neskaupstað.
Síldarvinnslan á Neskaupstað. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Aðalfundur Síldarvinnslunnar fór fram í dag á Hótel Egilsbúð í Neskaupsstað. Á fundinum var ákveðið að fresta arðgreiðslum líkt og greint var frá á mbl.is áðan auk þess sem ekki verður gripið til uppsagna vegna innflutningsbannsins.

Í tilkynningu frá Síldarvinnslunni segir að í máli stjórnarformanns hafi komið fram að þótt ekki verði gripið til uppsagna vegna innflutningsbannsins geri starfsfólk fyrirtækisins sér grein fyrir því að vinnan gæti dregist saman, einkum vegna tapaðra loðnumarkaða.

Á fundinum kom fram að hagnaður ársins nám 6 milljörðum króna og opinber gjöld fyrirtækisins og starfsmanna þess námu 4,6 milljörðum króna.

Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins er 55,7% og framleiddar afurðir félagsins voru um 85 þúsund tonn.

Rekstrartekjur samstæðunnar á árinu 2014 voru alls 21,4 milljarðar og rekstrargjöld 14,1 milljarður króna. EBITDA var 7,3 milljarðar króna og fjármagnsliðir voru jákvæðir um 820 milljónir króna.

Á árinu var fjárfest í aflaheimildum frá Stálskipum í Hafnarfirði og keypt voru hlutabréf í Gullbergi ehf á Seyðisfirði. Keypt var eitt nýtt uppsjávarskip, Börkur NK 122 sem smíðað var árið 2012 og ber 2.500 tonn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK