Rauður dagur í Kauphöllinni

mbl.is/Þórður

Hlutabréf í Kauphöll Íslands lækkuðu nokkuð skarpt í verði í dag, líkt og hlutabréfavísitölur um allan heim. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar féll alls um 2,52%. Hún hafði lækkað um meira en 3% þegar mest var, en rétti aðeins úr kútnum undir lok dagsins.

Þá lækkaði hlutabréfavísitala GAMMA um 2,4% í 4,1 milljarða króna viðskiptum.

Gengi hlutabréfa í Össuri lækkaði hvað mest í dag, um 4,26%, en hlutabréf í Marel féllu um 3,47% í 582 milljóna króna viðskiptum. Þá var mikil velta með bréf Icelandair Group en þau lækkuðu um 2,51% í 1.343 milljóna króna viðskiptum. Hlutabréf í Eimskipum lækkuðu einnig skarpt, um 3,35% í 339 milljóna króna viðskiptum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK