Bankarnir hagnast um 42,5 milljarða

Í fyrra högnuðust bankarnir þrír um 81,1 milljarð.
Í fyrra högnuðust bankarnir þrír um 81,1 milljarð. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Samanlagður hagnaður íslensku viðskiptabankanna var 42,5 milljarðar á fyrri hluta þessa árs, en það er lækkun um tæplega 10% frá sama tíma í fyrra þegar hagnaður Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans var 47 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins.

Arion banki birti í dag árshlutauppgjör sitt, en áður höfðu Íslandsbanki og Landsbankinn birt sínar tölur. Arion banki hagnaðist á þessum ársfjórðungi um 19,3 milljarða og jókst hagnaðurinn um 10% frá sama tíma í fyrra þegar hann var 17,4 milljarðar. Hagnaður Íslandsbanka á fyrri árshluta þessa árs nam 10,8 milljörðum og lækkaði um rúmlega 26% úr 14,7 milljörðum í fyrra. Landsbankinn hagnaðist um 12,4 milljarða á fyrri hluta þessa árs, miðað við 14,9 milljarða í fyrra. Er það lækkun upp á tæplega 17%.

Árið 2013 var samanlagður hagnaður bankanna þriggja á fyrri hluta ársins 31,2 milljarðar en hækkaði á fyrri hluta ársins 2014 upp í 47 milljarða. Í ár var upphæðin sem fyrr segir 42,5 milljarðar.

Samanlagður hagnaður bankanna þriggja nam yfir allt árið 2013 64,6 milljörðum, en í fyrra var hagnaður þeirra 81,1 milljarður.

Hagnaður bankanna á fyrri árshluta á árunum 2013-2015. Hagnaðurinn var …
Hagnaður bankanna á fyrri árshluta á árunum 2013-2015. Hagnaðurinn var mestur í fyrra, en lækkaði örlítið á þessu ári. Mynd/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK