Evrópsk hlutabréf á niðurleið

AFP

Evrópskar hlutabréfavísitölur féllu við opnun markaða í álfunni í morgun, þrátt fyrir að Seðlabanki Kína hafi ákveðið að lækka stýrivexti sína í gær.

FTSE 100 hlutabréfavísitalan í Lundúnum lækkaðoi um 1,30% í morgun og stendur nú í 6.002,28 stigum, DAX 30 vísitalan í Frankfurt féll um 1,69% og CAC 40 vísitalan í París fór niður um 1,44% í fyrstu viðskiptum dagsins.

Evrópsk hlutabréf hækkuðu í verði í gær eftir að tilkynnt var um vaxtalækkun seðlabankans.

Kínversk hlutabréf héldu áfram að lækka í verði í nótt en Shanghai hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,27% og endaði í 2.927,29 stigum. Vísitalan hefur hríðfallið um 16% í þessari viku.

„Rússibanareiðin á hlutabréfamarkaðinum heldur áfram,“ sagði Tony Cross, greinandi hjá TrustNet. Hann segir líklegt að áfram verði óróleiki á hlutabréfamörkuðum. Lækkunin á Wall Street í gær hafi haft áhrif á hlutabréfaverð í Bretlandi í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK