Fella þurfti niður 14 viðskipti í Kauphöllinni

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Bilun kom upp í gagnastreymi Kauphallarinnar rétt eftir klukkan þrjú í gær sem varð til þess að stöðva þurfti viðskipti á markaðnum.

Í kjölfar bilunarinnar þurfti að fella niður 14 viðskipti. Bilunin sem varð í tölvukerfi Nasdaq á Norðurlöndunum hafði einungis áhrif á íslenska markaðinn, þar sem aðrir norrænir markaðir höfðu þegar lokað.

Samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni var unnið strax að lausn vandans og ættu viðskipti því að vera eðlileg í Kauphöllinni í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK