Taugaspenna á mörkuðum - myndir

Verðbréfamiðlarar í kauphöllinni í Chicago.
Verðbréfamiðlarar í kauphöllinni í Chicago. AFP

Það er stutt á milli hláturs og gráts á fjármálamörkuðum. Því hafa fjárfestar fengið að kynnast í vikunni. Markaðir um allan heim skulfu á mánudaginn eftir að verðhrun var á kínverskum hlutabréfamarkaði. Hlutabréfavísitalan í Shanghai lækkaði þá um 8,5% og smitaðist lækkunin yfir í aðrar kauphallir. Var rætt um „svarta mánudaginn“ í því sambandi.

Óttaslegnir fjárfestar seldu hlutabréf sín í massavís og leituðu í áhættuminni fjárfestingar á borð við bandarísk og þýsk ríkisskuldabréf sem hækkuðu í verði.

Það gekk mikið á í kauphöllum um allan heim, eins og sjá með í meðfylgjandi myndasyrpu, en einn greinandi lýsti ástandinu sem „blóðbaði“ í samtali við Financial Times. Sjón er sögu ríkari.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK