Telja kínversk hlutabréf ódýr

AFP

Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs mæla með því að fjárfestar kaupi kínversk hlutabréf. Þau gætu hækkað um 36% í verði það sem eftir lifir ársins ef yfirvöld í landinu grípa til aðgerða til að örva hagkerfið.

Eins og kunnugt er hefur kínverski hlutabréfamarkaðurinn fallið hratt að undanförnu, en Shanghai hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 24,9% á seinustu fimm dögum og um 44,8% frá því að hún náði hámarki um miðjan júnímánuð.

Greinendur Goldman Sachs telja hins vegar að hrunið sé meira og harkalegra en tilefni sé til. Kínversk hlutabréf séu nú orðin ódýr, að því er segir í frétt Business Insider.

Seðlabanki Kína lækkaði stýrivexti sína um 0,25 prósentustig í gær, en þetta er fimmta vaxtalækkun hans frá því í nóvember. Þá lækkaði hann jafnframt bindiskyldu banka um 0,5 prósentustig í viðleitni sinni til að blása lífi í dauflegan efnahag landsins.

Fjárfestar búast fastlega við því að kínversk yfirvöld grípi til frekari örvunaraðgerða á næstu misserum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK