Fjárfestar anda léttar

Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu hækkuðu í dag eftir mikla hækkun á Wall Street í gærkvöldi. Eins hefur verð á hráolíu hækkað í morgun.

Hækkunin á Wall Street er einkum rakin til ummæla yfirmanns í bandaríska seðlabankanum um að dregið hafi úr líkum á því að bankinn myndi hækka stýrivexti í september. Eins voru birtar jákvæðar fregnir úr efnahagslífinu vestanhafs sem hafði jákvæð áhrif á gengi Bandaríkjadals.

Í Tókýó hækkaði Nikkei hlutabréfavísitalan um 1,08%, í Seúl nam hækkunin 0,73% og í Sydney 1,17%. Kauphöllin í Hong Kong er enn opin en það sem af er degi hefur Hang Seng vísitalan hækkað um 1,94% og í Sjanghaí nemur hækkun dagsins 0,81%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK