Gjaldþrotum fækkar um 15%

.
. mbl.is/Styrmir Kári

Alls hefur byggingafyrirtækjum fjölgað um 38% á Íslandi undanfarna tólf mánuði. Mun færri fyrirtæki fara nú í þrot en í fyrra og nýskráðum félögum hefur fjölgað af sama skapi.

Nýskráningum einkahlutafélaga síðustu 12 mánuði, frá ágúst 2014 til júlí 2015, hefur fjölgað um 11% samanborið við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 2.219 ný félög skráð á tímabilinu. Mest er fjölgun nýskráninga í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, 38% á síðustu 12 mánuðum, segir í frétt Hagstofu Íslands.

Gjaldþrot einkahlutafélaga síðustu 12 mánuði, frá ágúst 2014 til júlí 2015, hafa dregist saman um 15% samanborið við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 719 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu. Gjaldþrotum í framleiðslu hefur fækkað mest, eða um 34% á síðustu 12 mánuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK