Sviku 122 milljarða út úr skattinum

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. Ljósmynd/Johannes Jansson-norden.org

Stærsta skattsvikamál Danmerkur kom upp í sumar en samkvæmt upplýsingum frá skattayfirvöldum virðist sem erlend fyrirtæki hafi skotið 6,2 milljörðum danskra króna, sem svarar til 122 milljarða íslenskra króna undan skatti. Skattayfirvöld hafa tilkynnt þetta til lögreglu.

Jesper Ronnow Simonsen, ríkisskattstjóri Danmerkur, segir að skattayfirvöld hafi fengið ábendingu um skattsvikin frá erlendum stjórnvöldum í sumar og í kjölfarið hafið rannsókn á brotunum.

Innanhússrannsókn hafi styrkt grunsemdir skattayfirvalda og því hafi verið leitað til lögreglu með málið. Danska lögreglan staðfestir þetta í dönskum fjölmiðlum í gær og segir að rannsóknin á skattsvikunum sé í forgang hjá þeim. Ekki hefur fengist upplýst um hvaðan upplýsingarnar komu.

Um er að ræða skatt af arðgreiðslum en í Danmörku er 27% skattur á slíkum greiðslum til fyrirtækja. Útlend fyrirtæki geta, á grundvelli tvísköttunarsamninga, krafist þess að fá hluta skattsins endurgreiddan ef þau hafa greitt skatt í heimalandinu. Að sögn Simonsens bendir allt til þess að fjölmörg útlend fyrirtæki hafi sótt um að fá skattinn endurgreiddar og lagt fram fölsuð skjöl þar að lútandi. Samkvæmt útreikningum skattstofunnar er um 2.120 slíkar beiðnir að ræða en alls voru sviknir út 6,2 milljarðar danskra króna með þessum hætti á tímabilinu 2012-2015.

<a href="http://www.business.dk/oekonomi" target="_blank">Berlingske</a>

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK