Sýnir tap upp á 3 milljarða

Halldór Halldórsson, oddviti borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins
Halldór Halldórsson, oddviti borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins mbl.is/Ómar Óskarsson

Uppgjör fyrir rekstur fyrstu 6 mánuði ársins 2015 sýnir að áfram er mikið tap á A-hluta Reykjavíkurborgar, eða sem nemur rúmum 3 milljörðum króna sem er næstum tvöfalt meira tap en reiknað var með í fjárhagsáætlun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borgarstjórnarhópi Sjálfstæðisflokksins, en þar segir að staðan sé því orðin mjög alvarleg. Segir þar að það sé því miður í samræmi við viðvaranir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum.

Þá er bent á að veltufé frá rekstri A-hluta, sem er það fjármagn sem reksturinn skilar í peningum, sé 1,4% af rekstrartekjum en þurfi að lágmarki að vera 9% miðað við greiningu fjármálaskrifstofu í tengslum við ársreikning 2014.

Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar segir í skýrslu sinni að þessi slæma niðurstaða kalli á viðbrögð í fjármálastjórn borgarinnar. Segir í tilkynningu Sjálfstæðismanna að mikill þungi sé í þeim orðum fjármálaskrifstofunnar og undirstriki þörf þess að markviss vinna verði sett strax af stað við að taka á rekstrarvandamálum Reykjavíkurborgar. Við afgreiðslu ársreiknings ársins 2014 lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að slík vinna færi strax af stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK