Kynntu sér fyrirtæki framtíðarinnar

Fjölmargir fjárfestar og aðrir áhugamenn um nýsköpun mættu í höfuðstöðvar Arion banka við Borgartún í morgun en þar fór fram Fjárfestadagur Startup Reykjavík.

Startup Reykjavík er viðskiptahraðall sem árlega fjárfestir í 10 hugmyndum. Markmiðið er að skapa umgjörð þar sem þátttakendur njóta ráðgjafar og leiðsagnar reynslumikilla aðila í þeim tilgangi að ýta úr vör nýjum viðskiptatækifærum.

Í maí voru tíu teymi valin til þátt­töku í Startup Reykja­vík. Alls bár­ust um 150 um­sókn­ir. Hraðall­inn var ný­verið val­inn besti viðskipta­hraðall Norður­land­anna og fer fram í fjórða sinn í sum­ar á veg­um Ari­on banka og Klak Innovit. 

Í dag fengu teymin tækifæri til þess að kynna verkefni sín fyrir mögulegum fjárfestum. Verkefnin eru að ýmsum toga og tekur fólk á öllum aldri þátt. Verkefnin eru þessi:

  • Wasa­bi Ice­land - Ætla að rækta hágæða wasa­bi á Íslandi með því að nýta hreint vatn og end­ur­nýj­an­lega orku
  • Ludis- Munu nú­tíma­væða borðspil þar sem sím­inn þinn er stjórn­tækið og sjón­varpið borðspilið
  • Vik­ing Cars - Vett­vang­ur til þess að deila bíln­um sín­um með öðrum með ör­ugg­um hætti - þetta er eins og Airbnb fyr­ir bíla
  • Spor í sand­inn - Munu byggja sjálf­bært vist­kerfi í hjarta borg­ar­inn­ar sem býður upp á nýja upp­lif­un í ferðaþjón­ustu
  • Genki instruments – Eru að þróa ný­stár­leg raf­tón­list­ar­hljóðfæri sem tengja má sam­an með áður óséðum hætti
  • Datadrive - Hug­búnaður sem tek­ur við upp­lýs­ing­um úr bíln­um þínum og teng­ir beint við snjallsím­ann
  • Delp­hi - Nýta þekk­ingu fjöld­ans til þess að spá fyr­ir um til­tekna viðburði í framtíðinni
  • Hún / Hann Brugg­hús - Stefna að því að búa til hágæða bjór úr ís­lensk­um hrá­efn­um
  • Study Cake- Hannar smáforrit sem gerir foreldrum kleift að verðlauna börn fyr­ir lest­ur.
  • Þoran Distillery- Framleiða viskí úr íslenskum hráefnum.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK