Vöxtur í gríska hagkerfinu

AFP

Gríska hagkerfið óx um 0,9% á öðrum ársfjórðungi ársins samkvæmt opinberum tölum í Grikklandi sem birtar voru í dag. Fyrri spá gerði ráð fyrir 0,8% hagvexti.

Fram kemur í frétt AFP að 0,1% hagvöxtur hafi verið í Grikklandi á fyrsta ársfjórðungnum. Tölurnar hafa komið nokkuð á óvart samkvæmt fréttinni þar sem tímabilið einkenndist af erfiðum viðræðum grískra stjórnvalda við alþjóðlega kröfuhafa landsins sem óttast var að gætu leitt til þess að Grikkir yrðu að segja skilið við evrusvæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK