Hagnaður Eimskips 85% meiri á fyrri árshelmingi

Rekstrartekjur Eimskipa á fyrstu sex mánuðunum hafa aukist um 12,2%.
Rekstrartekjur Eimskipa á fyrstu sex mánuðunum hafa aukist um 12,2%. Ljósmynd/Atli Mar Hafsteinsson

Hagnaður Eimskipafélags Íslands var 5,5 milljónir evra á öðrum ársfjórðungi, sem jafngildir um 804 milljónum króna. Þetta er 20% aukning miðað við annan fjórðung síðasta árs.

Rekstrartekjur voru 16,2% meiri á fjórðungnum en á sama árshluta í fyrra og námu þær 126,6 milljónum evra, eða sem samsvarar 18,5 milljörðum króna. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagsliði og skatta, EBITDA, nam 13,3 milljónum evra. Flutningsmagn á öðrum fjórðungi jókst milli ára um 6,9% í áætlanasiglingum og um 20,5% í frystiflutningum.

Hagnaður Eimskips á fyrri helmingi ársins var samtals 7,0 milljónir evra, eða liðlega milljarður króna. Hagnaðurinn á fyrri helmingi síðasta árs var 3,8 milljónir evra og batnar afkoman því um 85% á milli ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK