Jaðaríþróttir eða golf í Elliðaárdal

Bootcamp var áður að Rafstöðvarvegi 7-9 í Elliðaárdal. Nú kemur …
Bootcamp var áður að Rafstöðvarvegi 7-9 í Elliðaárdal. Nú kemur ýmis önnur starfsemi til greina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Undanfarið hafa framkvæmdir staðið yfir við Rafstöðvarveg 7-9 í Elliðaárdal. Það er fjárfestirinn Skúli Gunnar Sigfússon, oft kenndur við Subway, sem á húsnæðið, en þar var áður Bootcamp með æfingaaðstöðu sína. Í sumar flutti fyrirtækið út og leit staðið yfir að nýjum leigjendum síðan.

Hitt húsið og ?

Húsnæðið skiptist upp í tvær einingar, Rafstöðvarveg 7, þar sem Bootcamp var áður, en það er um 1.350 fermetrar að stærð. Rafstöðvarvegur 9 er hins vegar um 880 fermetrar samtals. Guðmundur Hjaltason, framkvæmdastjóri Sjöstjörnunnar, félags Skúla sem fer með eignarhaldið, segir að á næstu vikum flytji Hitt húsið inn í minna húsið, en viðræður standi yfir við væntanlega leigutaka að stærri hlutanum. Segist hann gera ráð fyrir að þeim ljúki á næstu vikum og þá verði ljóst hvaða starfsemi verið í húsinu.

Búið er að klára innréttingar í helming þess hlutar sem Hitt húsið mun leigja, en eins og mbl.is sagði frá í gær er gert ráð fyrir að aðlögun fyrir starfsfólk og gesti hússins hefjist strax í næstu viku.

Golf eða jaðaríþróttir líklegar

Guðmundur segir að hugmynd eigandans hafi verið að nýta stærra húsið undir íþróttatengda starfsemi sem hægt sé að tengja við nálægðina við útivistarsvæðið í Elliðaárdal. Segir hann að margir hafi sýnt húsinu áhuga, en meðal annars hafi þeir rætt við aðila sem vildu setja upp golfsetur innanhúss og íþróttafélaginu Jaðri, sem hefur hug á að koma upp jaðaríþróttaaðstöðu innanhúss í húsnæðinu. Tilkynntu þeir meðal annars um það á Facebook síðu sinni um daginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK