Fleiri skrá sig á framhjáhaldssíðuna

Síðan státar sig af því að vera besti staðurinn fyrir …
Síðan státar sig af því að vera besti staðurinn fyrir framhjáhöld. Einnig af því að hafa unnið til verðlauna fyrir öryggi upplýsinga. Skjáskot af ashleymadison.com

Þrátt fyrir að persónuupplýsingum um á fjórða milljón notendur framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison hafi verið lekið á netið bætast enn nýir notendur við.

Mörg hundruð þúsund nýir notendur hafa skráð sig, samkvæmt upplýsingum frá eigandanum,  fyrirtækinu Avid Life Media. Forstjóri fyrirtækisins, Noel Biderman, hætti störfum síðasta föstudag og var það sagt í þágu hagsmuna fyrirtækisins.

Meðal gagna sem lekið var á netið voru tölvupóstar Bidermans. Meðal þeirra spurninga sem vöknuðu í kjölfarið var hversu margar konur væru raunverulega skráðar á síðuna og hvort verið væri að blekkja karla til að skrá sig, haldandi að fjöldi kvenna sæktist eftir sambandi við þá í gegnum síðuna. 

Í tölvupóstunum komu m.a. fram upplýsingar um gerviprófíla, svokallaða Engla Ashley. Í einum póstinum var sagt að starfsmenn væru komnir með ritstíflu á að búa til falska prófíla á konur sem væru ekki til. 

En samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins virðist þetta ekki hafa haft áhrif á þorsta fólks í að skrá sig. Fyrirtækið heldur því fram að í síðustu viku hafi konur sent 2,8 milljónir skilaboða í gegnum síðuna.

Frétt BBC um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK