Aðeins 15 bændur af 1.500 eru svartir

Ræktun villtra dýra í Suður-Afríku fer ört vaxandi og veltir þessi atvinnugrein milljónum dollara ár hvert. Í flestum tilvikum eru dýrin ræktuð til veiða. Gnýir, antilópur og vísundar eru algengustu dýrin sem ræktuð eru í þessum tilgangi.

Af þeim 1.500 bændum sem stunda slíkt eru aðeins 15 svartir. Þá eru flestir þeir sem fjárfesta í greininni einnig hvítir. Þó að breytingin sé vissulega hæg hefur svörtum bændum í greininni þó fjölgað. 

Skýringin felst m.a. í því að á meðan aðskilnaðarstefnan var í gildi í landinu máttu svartir ekki eiga jarðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK