Aðeins helmingur íslenskra fyrirtækja gerir áhættumat

Fyrirtækjum er skylt að framkvæma áhættumat á vinnustað með tilliti …
Fyrirtækjum er skylt að framkvæma áhættumat á vinnustað með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna. mbl.is/Golli

Einungis helmingur fyrirtækja með 10 starfsmenn eða fleiri hefur gert áhættumat samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitinu.

Árið 2006 voru ákvæði lögfest í reglugerð sem skylda atvinnurekendur til að gera áhættumat á vinnustað með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna. Í minni fyrirtækjum sem eru með 1-9 starfsmenn er hlutfallið lægra, eða 43%. Það virðist því sem töluvert skorti upp á að fyrirtæki uppfylli lögbundið ákvæði, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Skráning á stöðu áhættumats fyrirtækja hófst árið 2009 hjá Vinnueftirlitinu, en í áhættumati felst að greina áhættuþætti á vinnustað og koma með áætlun um úrbætur ef einhverju er ábótavant.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK