Landsbankinn fari á markað

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

Hafin verður vinna við að skrá Landsbankann á markað í vetur og hluti hans einkavæddur á næsta ári. Þetta er haft eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í frétt Vísis. Fjármálaráðherra hefur samkvæmt lögum heimild til þess að selja allt að 30% hlut ríkisins í bankanum en ríkið á samtals 98% hlut í honum.

„Þetta mun ekki gerast í einu stóru skrefi eða einni stórri einkavæðingu. Vonandi getum við skráð Landsbankann og hafið sölu á hlut ríkisins sem yfir tíma myndi mjatlast út til fjárfesta. Ég vonast til þess að við getum unnið í þessu í vetur og látið verða af einkavæðingu og skráningu Landsbankans, semsagt einkavæðingu á hlut í bankanum á næsta ári,” segir Bjarni ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK