Viðskiptajöfnuðurinn hagstæður

Viðskiptajöfnuður Íslands mældist hagstæður um 21,3 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2015 samanborið við 6,3 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Vöruskiptajöfnuður var óhagstæður sem nemur 12,8 milljörðum króna en þjónustujöfnuður mældist hagstæður um 54,7 milljarða. Jöfnuður frumþáttatekna var óhagstæður um 16 milljarða króna og rekstrarframlög um 4,7 milljarða.

„Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 5.535 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 13.200 ma.kr. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 7.665 ma.kr. en nettóskuldir lækkuðu um 266 ma.kr. á milli ársfjórðunga. Að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð námu eignir þjóðarbúsins 3.966 ma.kr. og skuldir 3.852 ma.kr. Hrein staða þannig metin var því jákvæð um 114 ma.kr. og hækkuðu nettóeignir um 87 ma.kr. á ársfjórðungnum,“ segir ennfremur í fréttatilkynningu frá Seðlabanka Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK