Gæðabakstur kaupir Kristjánsbakarí

Birgir Snorrason er eigandi Kristjánsbakarís ásamt bróður sínum Kjartani en …
Birgir Snorrason er eigandi Kristjánsbakarís ásamt bróður sínum Kjartani en þeir eru þriðja kynslóðin í beinan karllegg bakvið búðarborðið. Skapti Hallgrímsson

Gæðabakstur ehf. hefur fest kaup á Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co ehf. (Kristjánsbakarí) á Akureyri og eru kaupin gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Allt starfsfólk mun halda vinnunni og fyrirtækin verða rekin í óbreyttri mynd.

Kristjánsbakarí er eitt af elstu fjölskyldufyrirtækjum landsins og á 103 ára sögu í samfelldri eigu þriggja ættliða. Bæði félög verða rekin áfram í óbreyttri mynd í sitt hvorum landshlutanum, að því er fram kemur á vefsíðu Veitingageirans.

Í tilkynningu frá Gæðabakstri segir að þótt félögin séu í tengdum rekstri séu þau mjög ólík, með mismunandi vöruúrval og starfsemi á mismunandi landsvæðum. Haft er eftir Vilhjálmi Þorlákssyni, framkvæmdastjóra Gæðabaksturs, að sú staðreynd ásamt ásamt þeirri þekkingu og reynslu sem Kristjánsbakarí búi yfir geri kaupin áhugaverð fyrir Gæðabakstur. „Við hlökkum mikið til samstarfsins með Kristjánsfjölskyldunni. Bræðurnir Birgir og Kjartan hafa mikla reynslu og þekkingu sem mun klárlega nýtast vel norðan og sunnan heiða,“ er haft eftir honum.

Kristjánsbakarí verður rekið í óbreyttri mynd á Akureyri og munu fyrrum eigendur, Kjartan og Birgir Snorrasynir, halda áfram að reka félagið.

„Þetta eru góð tímamót fyrir okkur fjölskylduna, að sameinast sterku fyrirtæki sem getur tekið félagið lengra í núverandi samkeppnisumhverfi. Við höldum áfram að reka félagið og munum njóta góðs af stuðningi fyrir sunnan. Allar okkar vörur verða framleiddar á Akureyri, auk þess sem vöruframboð mun aukast. Það er von okkar að með þessu megi efla þjónustu við viðskiptavini okkar,“ er haft eftir Kjartani Snorrasyni, framkvæmdastjóri Kristjánsbakarís.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK