Hægt að hanna og vinna Eggið

Eggið í nýstárlegri útgáfu
Eggið í nýstárlegri útgáfu Mynd/Radison Blu

Hótelkeðjan Radisson Blu hefur efnt til alþjóðlega hönnunarsamkeppni þar sem þátttakendum er boðið að persónugera sína útfærslu af hinum þekkta stól Arne Jacobsen; Egginu.

Stóllinn var upphaflega hannaður fyrir Royal Hotel SAS í Kaupmannahöfn en í tilkynningu frá Radisson Blu Royal Hotel í Kaupmannahöfn segir að hótelið sé nú þekkt fyrir að vera fyrsta hönnunarhótel heims.

Dómnefnd skipuð sérfræðingum mun velja sigurvegara keppninnar og mun hann hljóta sína eigin útgáfu af Egginu og þriggja nátta lúxusreisu til Kaupmannahafnar. Stóllinn sem sigrar getur orðið hluti af nýrri hönnun vörumerkisins síðar á þessu ári. Að auki mun sýning á fimmtán bestu stólunum í smækkaðri útgáfu fara á milli valinna hótela Radisson Blu um allan heim til ársloka 2016.

Þrír í úrslit í hverri viku

Hægt er að persónugera sitt eigið Egg með sérstöku forriti á vefnum design.radissonblu.com. Keppnin stendur frá 1. september til og með 13. október 2015.

Í hverri viku komast þrír þátttakendur áfram í úrslit, tveir valdir af almenningi og einn af dómnefnd. Dómnefndin mun að lokum velja sigurvegara úr hópi þeirra fimmtán sem komust í úrslit.

Hér er hægt að spreyta sig á Egginu.

Arne Jacobsen með Egginu sem hann hannaði fyrir 55 árum.
Arne Jacobsen með Egginu sem hann hannaði fyrir 55 árum. Mynd/Radison Blu
Eggið á hótelherbergi Radison Blu.
Eggið á hótelherbergi Radison Blu. Mynd/Radison Blu
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK