Hópuppsögnum fjölgar milli ára

Vinnumálastofnun
Vinnumálastofnun mbl.is/Ómar Óskarsson

Á tímabilinu janúar til ágúst 2015 hafa ellefu tilkynningar um hópuppsagnir borist Vinnumálastofnun þar sem 295 manns hefur verið sagt upp störfum. Þetta er mikil fjölgun frá fyrra ári þar sem á öllu árinu 2014 bárust tíu tilkynningar um hópuppsagnir, þar sem sagt var upp 231 starfsmanni.

Í ágúst bárust Vinnumálastofnun tvær tilkynningar um hópuppsagnir þar sem 41 starfsmanni var sagt upp störfum í fiskvinnslu. 

Líkt og fram hefur komið tók sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Þórs­berg ehf. á Tálknafirði í lok ágúst ákvörðun um að fresta því að hefja starf­semi eft­ir sum­ar­leyfi. Öllum 26 starfs­mönn­um var af þeim sökum sagt upp störf­um. Þá var öllum starfsmönnum fiskvinnslunnar Toppfisks á Bakkafirði einnig sagt upp störfum í mánuðinum. 

Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun koma flestar uppsagnirnar til framkvæmda í desember 2015.

Skráð atvinnuleysi í júlí 2015 var 2,6 prósent, en að meðaltali voru 4.678 atvinnulausir í júlí og fækkaði atvinnulausum um 79 að meðaltali frá júní en hlutfallstala atvinnuleysis breyttist ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK