TripCreator valinn besti ferðavefurinn

TripCreator hlaut 68,5 stig af 70 mögulegum og fékk því …
TripCreator hlaut 68,5 stig af 70 mögulegum og fékk því einkunnina 9,8 og titilinn besta ferðasíða heims árið 2015. Skjáskot af vefsíðu TripCreator

Íslenski vefurinn TripCreator.com hlaut í dag WebAward verðlaunin sem besti ferðavefur heims árið 2015. TripCreator hefur verið í þróun frá því í janúar 2013 en vefurinn fór í loftið í vor.

Í tilkynningu frá TripCreator segir að nú þegar hafi gríðarlegur fjöldi viðskiptavina bókað þúsundir gistinátta, bílaleigubíla, dagsferða og afþreyingu í gegnum vefinn.

Á vefnum er auk þess að finna upplýsingar um hátt á annað þúsund áfangastaða fyrir ferðafólk; fossa og fjöll, heitar laugar, vita, kirkjur og annað sem ferðafólk hefur áhuga á að skoða á ferðum sínum um Ísland. Áhersla er lögð á að fá fólk til að ferðast sem víðast um landið.

Í tilkynningu þakkar TripCreator Kapli Markaðsráðgjöf sérstaklega fyrir náið og gott samstarf undanfarna mánuði við uppbyggingu vefsins og markaðssetningu.

WebAwards verðlaunin eru veitt árlega vefsíðum sem þykja framúrskarandi hver í sínum flokki og var TripCreator tilnefndur í flokknum „Travel“ ásamt öðrum ferðasíðum. Að baki verðlaununum standa samtökin Web Marketing Association, sem veitt hafa þessi virtu verðlaun frá árinu 1997.

Vefsíður eru dæmdar fyrir sjö mismunandi þætti en þeir eru:

  • Hönnun (Design)s
  • Nýnæmi (Innovation)
  • Efni (Content)
  • Tækni (Technology)
  • Interactivity (Gagnvirkni)
  • Textasmíð (Copywriting)
  • Hversu auðveldur vefurinn er í notkun (Ease of use)

TripCreator hlaut 68,5 stig af 70 mögulegum og fékk því einkunnina 9,8 og titilinn besta ferðasíða heims árið 2015.

Meðal sigurvegara í öðrum flokkum má nefna stór fyrirtæki á borð við Virgin Atlantic, Mercedes Benz, AT&T, Samsung og Adidas. „Þetta er gríðarlega mikill heiður fyrir ungt íslenskt nýsköpunarfyrirtæki,“ er haft eftir Hilmi Halldórssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, í tilkynningu. „Við stefnum á að færa út kvíarnar og opna fyrir nýja áfangastaði snemma á næsta ári, þess vegna skiptir þessi viðurkenning okkur miklu máli.“

Tryggir að ferðin gangi upp

TripCreator var stofnað af Hilmari Halldórssyni og fjölskyldu í janúar 2013.

Vefurinn býr til tillögu að ferðaáætlun fyrir Íslandsferð sem notendur geta breytt og bætt að vild. Þegar notandinn er orðinn sáttur við áætlunina sína getur hann bókað alla gistingu, afþreyingu og bílaleigubíl með einum smelli. Hann hefur þá aðgang að öllum ferðagögnum á einum stað og fær ítarlega ferðaáætlun sem hann getur prentað út og haft meðferðis.

Þegar notandi fær uppgefna ferðaáætlun er búið að athuga hvaða gistirými, afþreying og bílaleigubílar eru á lausu auk þess sem vefurinn reiknar út vegalengdir og þann tíma sem það tekur að komast á milli staða svo fátt eitt sé nefnt. Notandinn getur því alltaf treyst því að það sem birtist í ferðaáætluninni er laust og ferðin gengur upp í tíma og rúmi. Vefurinn tekur tillit til yfir hundrað þátta þegar hver ferðaáætlun er búin til og verður sífellt betri eftir því sem notendum fjölgar og vefurinn lærir af þeim.

Starfsmenn eru nú ellefu talsins og er fyrirtækið með skrifstofur í Kópavogi og í Vilníus.

Framkvæmdastjóri TripCreator er Hilmar Halldórsson. Í stjórn sitja Steinn Logi Björnsson, Björn Ingólfsson, Erna Hauksdóttir, Gunnar Páll Þórisson og Magnús Ingi Óskarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK