Fékk milljarði meira fyrir jakkann

Baubax ferðajakkinn.
Baubax ferðajakkinn.

Það má segja að hópfjármögnun fyrir framleiðslu á nýjum og fjölnota jakka hafi farið úr böndunum þar sem einungis átti að safna 20 þúsund dollurum. Heildarfjárhæðin varð að lokum níu milljónir dollara, eða sem jafngildir um 1.100 milljónum íslenskra króna.

Hiral Sanghavi, sem hannaði jakkann, setti fjármögnunina af stað hinn 7. júlí sl. og gerði ráð fyrir 58 dögum til þess að ná settu marki. Það tók hins vegar einungis fimm klukkustundir.

Í dag hefur engin flík á Kickstarter, né á öðrum hópfjármögnunarsíðum, safnað eins miklu. Fjármögnuninni lauk í gær og nú er ljóst að jakkann safnaði mestu í sögu Kickstarter.

En hvað er svona sérstakt við þennan jakka?

Í jakkanum eru fimmtán aukahlutir. T.d. er hægt að blása upp kragann, þannig að hægt sé að leggja sig á honum líkt og kodda. Í hettunni er þá einnig svefngríma sem hægt er að draga niður og nota með koddanum. Þá eru faldir vettlingar í ermum auk þess sem einn vasinn virkar sem glasahaldari. 

Nú þegar hafa þeir sem lögðu fjármagn í söfnunina pantað yfir 70 þúsund jakka sem kosta á bilinu 89 til 120 Bandaríkjadali. Fyrstu jakkarnir verða sendir til viðskiptavina í nóvember. 

Almenn sala á jökkunum verður hafin á netinu á fimmtudag á sölusíðu Indiegogo, InDemand, en Sanghavi vonast til þess að koma þeim í verslanir í byrjun næsta árs.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/5p-uFmjLYEA" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK