Prinsessan metin á 645 milljarða

Georg prins að kíkja ofan í vagn systur sinnar í …
Georg prins að kíkja ofan í vagn systur sinnar í skírninni. AFP

Þrátt fyrir að hafa einungis sést tvisvar á almannafæri og vera aðeins fjögurra mánaða gömul metur breskt efnahagslíf Karlottu prinsessu á um fimm milljarða dollara, eða sem jafngildir um 645 milljörðum íslenskra króna. Georg bróðir hennar er hins vegar einungis metinn á 3,6 milljarða dollara, eða um 464 milljarða íslenskra króna.

Lengi hefur verið rætt um hin svokölluðu „Kate ef­fect“ eða „Katrínaráhrif­in“ sem móðir Karlottu hefur á breska efnahaginn þar sem allt sem hún klæðist eða gerir nýtur umsvifalaust mikilla vinsælda. Vegna þessa hefur Katrín verið talin um 7,2 milljarða dollara virði fyrir breskt efnahagslíf.

Í grein CNN Money er bent á að einungis fæðingu prinsessunnar hafi fylgt 150 milljón dollara innspýting.

Vísað er til prjónaða teppisins sem prinsessan var vafin í þegar heimsbyggðin leit hana fyrst augum en líkt og fram hefur komið í fyrri frétt mbl seldist það strax upp í netverslun framleiðandans. Í samtali við CNN segir eigandi fyrirtækisins að teppið sé ennþá gífurlega vinsælt.

Þá vakti gamall barnavagn úr skírninni hennar Karlottu svipaða athygli, en að sögn eiganda verkstæðis sem gerir við barnavagna, reið flóðbylgja af fyrirspurnum yfir fyrirtækið eftir athöfnina.

Elísabet Englandsdrotting hefur jafnan talað um konungsfjölskylduna sem „Fyrirtækið“ (e. The Firm) en í heild sinni skapar hún um 1,8 milljarða dollara tekjur fyrir breskt efnahagslíf á hverju ári.

Frétt mbl.is: Mala gull með hjálp prinsessunnar

Prinsinn Georg og prinsessan systir hans, Karlotta.
Prinsinn Georg og prinsessan systir hans, Karlotta. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK