Ríkir ala börnin öðruvísi upp

Ríkir kenna börnum sínum á peninga á annan hátt.
Ríkir kenna börnum sínum á peninga á annan hátt. AFP

Þeir sem eiga mikið af peningum gera ýmsa hluti öðruvísi en aðrir. Þeir ala t.d. börnin sín upp á annan hátt samkvæmt nýrri rannsókn auðkýfingsins Steve Siebold sem byggir á viðtölum við 1.200 aðra auðkýfinga. Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í bókinni „How Rich People Think“.

Þegar meðalmaðurinn kennir barninu sínu einungis að komast af, kenna þeir ríku börnunum sínum að verða rík.

Samkvæmt Siebold fer fræðsla um peninga oftast fram á sama hátt í gegnum margar kynslóðir. Sömu gildin erfast því frá einni fjölskyldu til annarrar.

Þeir sem hafa mikið á milli handanna segja börnum sínum að það sé í lagi að hafa löngun til þess að verða ríkur og að allir geti náð því markmiði. Meðalfjölskyldan segir barninu hins vegar oftast að setja öryggið á oddinn og sætta sig við þægindi. 

Í bloggfærslu á Huffington Post segir skýrsluhöfundur að í augum þeirra ríku sé lífið leikur sem eigi að spila af áræðni og óttaleysi. Það sé fordæmi sem þeir setja eigin börnum. Þeir kenna börnunum að líta á peninga sem jákvæðan hlut á meðan þeir sem minna eiga líta oft á peninga sem óvininn.

Í grein Business Insider er bent á að margir hafi gert athugasemd við rannsóknina sem virðist einungis snúast um stéttaskiptingu samfélagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK